Aðstoð í ástarsorg

Austurríkismenn í ástarsorg eiga nú í ný hús að venda í raunum sínum. Í Vínarborg hefur verið opnuð stofa sem sögð er vera sú fyrsta sinnar tegundar í landinu, en þar er veitt ráðgjöf við ástarsorg.

Það eru sálfræðingur og ráðgjafi sem reka stofuna, og segjast þeir veita fólki aðstoð við að bregðast við þeim hafsjó tilfinninga sem það upplifi þegar slitnar upp úr ástarsambandi.

Hver tími kostar um 70 evrur, og hitta „sjúklingarnir“ sálfræðinginn eða ráðgjafann augliti til auglitis og fá aðstoð við að takast á við sorgina. Fer það eftir hverjum skjólstæðingi fyrir sig hvernig meðferðinni er hagað.

Sálfræðingurinn og ráðgjafinn, Birgit Maurer og Auguste Storkan, segjast með þessu vilja sporna gegn þeim fordómum sem ríki gagnvart ástarsorg og reyna að fá fólk til að tala um þau vandamál sem það eigi við að etja, burtséð frá aldri eða kynhneigð.

„Við viljum líka vekja athygli á því að ástarsorg hrjáir ekki bara táninga.“

Stofan hefur verið opin í nokkra mánuði, og nýlega var opnuð vefsíða í tengslum við hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert