Górillur í Kongó fleiri en áður var talið

Ný talning á górillum í Kongó hefur leitt í ljós, að yfir 125 þúsund dýr er að finna í vesturhluta landsins. Er þetta mun meiri fjöldi en áður var talið en samkvæmt uppfærðri áætlun frá árinu 1980 var talið að innan við 100 þúsund górillur væru á svæðinu.

Margir sérfræðingar töldu raunar, að górillunum hefði fækkað hratt síðustu árin vegna sjúkdóma og veiða, og hugsanlega væru aðeins um 50 þúsund dýr eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert