Google í samstarf við dagblöð um stafræn greinasöfn

Google vill verða greinasafn.
Google vill verða greinasafn. AP

Google hefur ákveðið að gera sérstakt átak í að koma gömlu efni um tylft dagblaða í stafrænt form og birta skannaðar síður upprunalegu blaðanna á netinu.

Á vefsíðu fyrirtækisins er sagt frá því að það áformi að koma gömlum dagblöðum í það form á netinu að unnt sé að leita í efni þeirra og hyggist það ná samstarfssamningum við blaðaútgefendur um að koma milljónum dagblaðssíðna í stafrænt form.

Verkefnið tekur til greinasafna um 12 dagblaða og kemur í framhaldi af tveggja ára tilraun Google að vinna að því með tveimur helstu dagblöðum Bandaríkjanna, The New York Times og The Washington Post, að skrá gömul blöð þeirra í Google News Archive, þ.e. fréttagreinasafni Google.

„Ekki er einungis hægt að leita í þessum blöðum heldur er hægt að fletta í gegnum þau nákvæmlega eins og þau voru prentuð, með myndum, fyrirsögnum, greinum, auglýsingum og öllu tilheyrandi,“ er haft eftir framleiðslustjóra Google, Punit Sonu, í bloggfærslu.

Dagblöðin spanna allt frá Pittsburgh Post-Gazette, fyrsta dagblaðinu vestan Allegheny-fjalla, til Quebec Chronicle-Telegraph, sem komið hefur út samfellt í 244 ár og gerir það að elsta blaði N-Ameríku. Þessi blöð sem bætast við munu því gefa lesendum enn frekari sýn á það hvernig fjallað var um heimsviðburði fyrr á tímum.

Væntanleg samstarfsblöð Google um hið stafræna greinasafn eru öll í Bandaríkjunum og Kanada, en tæknin í grundvallaratriðum hliðstæð aðganginum að eldri árgöngum Morgunblaðsins sem fá má á netinu í gegnum Landsbókasafnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert