Pleo seldist upp í Danmörku

Pleo hefur slegið í gegn í Danmörku.
Pleo hefur slegið í gegn í Danmörku.

Véldýrið Pleo hefur að sögn danskra fjölmiðla slegið í gegn í Danmörku og seldist fyrsta sendingin upp á einni viku samkvæmt Berlingske Tidende. Nú þegar hafa selst 75 þúsund grænar vélvæddar risaeðlur í þeim löndum sem Pleo er markaðssettur í.

Framleiðendurnir vænta þess að Pleo verði vinsæl jólagjöf í ár og róa danskir kaupmenn að því öllum árum að verða sér út um frekari birgðir af véldýrinu.

Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri Office 1 segir að Pleo hafi vakið mikla athygli í verslunum keðjunnar en að í skólabókavertíðinni hafi ekki verið lögð mikil áhersla á Pleo. „Þetta er þannig vara að hún rýkur ekki út nú eins og staðan er á heimilum landsins. Við gerum okkur grein fyrir því að menn halda aftur af sér," sagði Hannes.

Hannes sagðist reikna með að salan á Pleo myndi aukast fyrir jólin. Hann sagði að þetta væri hentugt gæludýr sem kostaði minna en margir hreinræktaðir hundar og minna þyrfti að hafa fyrir Pleo.

Hér má sjá myndskeið þar sem Mbl. Sjónvarp fjallaði um leikfangið:

Myndskeið um Pleo


mbl.is

Bloggað um fréttina

Flottur amerískur á 199þ.
Crysler Concord 1999 með öllu,ekinn 230þ.km. skoðaður 18, gott verð 199000 uppl...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...