Karlkennarar ýta undir metnað drengja

Mikilvægt er fyrir drengi að hafa karlkennara samkvæmt niðurstöðu nýrrar breskrar könnunar. Samkvæmt könnuninni sem unnin var af Training and Development Agency (TDA) telja 35% karla það hafa aukið metnað sinn í skóla að hafa haft karlkennara. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Átta hundruð karlar tóku þátt í könnuninni og sagði meirihluti þeirra að þeim hafi þótt samskipti við karlkennara auðveldari en samskipti við kvenkennara.

Þá sagðist helmingur aðspurðra fremur hafa leitað aðstoðar karlkennara en kvenkennara varðandi persónuleg málefni. 49% sögðust fremur hafa leitað aðstoðar karlkennara í tengslum við námið og 24% sögðust fremur hafa leitað til karlkennara varðandi mál er tengdust kynþroska.  Einugnis 13%  kennara í breskum grunnskólum eru karlkyns.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert