Ford gerir foreldrum unglinga kleift að takmarka hraða og hávaða

Ford gefur bíleigendum kost á að takmarka hraða og hávaða ...
Ford gefur bíleigendum kost á að takmarka hraða og hávaða ökumanna. Reuters
Ford bílaframleiðandinn mun frá og með næsta ári gera bíleigendum kleift að takmarka hraðann sem bíl þeirra er ekið á með því að nota forritanlega örflögu í bíllyklunum. Er þessi nýjung hugsuð fyrir foreldra sem eiga börn á unglingsaldri.

Einnig verður hægt að takmarka hljóðstyrk hljómflutningstækja bílanna og láta viðvörun hljóma án afláts ef bílstjórinn setur ekki á sig öryggisbeltið.

Í Bandaríkjunum láta fimm þúsund unglingar lífið í bílslysum á ári hverju. Bandarískir unglingar, 16 ára og eldri lenda í tíu sinnum fleiri umferðaróhöppum en fólk á bilinu þrítugu til sextugs miðað við fjölda ekinna kílómetra (mílna) samkvæmt bandarísku umferðaröryggisstofnuninni.

Hraðatakmörkunin verður þó mjög rífleg því með „unglingalyklunum" verður ekki hægt að aka hraðar en 130 km á klukkustund og þó að hámarkshraði á hraðbrautum í flestum ríkjum Bandaríkjanna sé lægri en það þá vildi bílaframleiðandinn hafa takmörkunina ríflega með ákveðin skekkjumörg í huga fyrir sérstakar aðstæður.

Talsmaður verksmiðjunnar sagði að 70 mílna hámarkshraði (112 km) hefði þótt of takmarkandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Til sölu
LA-Z-BOY hægindastóll með mosagrænu mjög góðu áklæði, 5 ára, vel með farinn. Ver...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...