Þrívíddarsjónvarp

mbl.is/Kristinn

Allt frá árinu 1977, þegar hin uppreisnargjarna geimprinsessa Leia birtist í þrívíddarformi í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni, hefur framtíðarþyrsta nörda dreymt um að fá sitt eigið þrívíddarsjónvarp.

Vísindamenn við Aberdeen-háskóla fullyrða að þróun slíkrar tækni sé svo langt á leið komin að búast megi við fyrstu þrívíddartækjunum fyrir árið 2018. Þá er ekki átt við tæki, þar sem nota þarf tvílit gleraugu, heldur tæki sem varpar raunverulegri þrívíddarmynd upp fyrir framan áhorfanda. bjarni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert