Fundu fornan mannsheila frá járnöld

Óvenjulegt er að finna svo rækilega varðveittan mjúkvef
Óvenjulegt er að finna svo rækilega varðveittan mjúkvef

Fornleifafræðingar hafa fundið leifar mannsheila sem þeir telja vera þann elsta sem fundist hefur í Bretlandi. Hauskúpa fannst við orneifauppgröft á lóð York háskólands í Bretlandi, og inni í henni var gulleitt þykkildi sem reyndist vera samanskroppinn, gamall heili.

Á svæðinu þar sem hauskúpan fannst var fyrst ástunduð jarðyrkja fyrir um 2.000 árum síðan á járnöld og má þar sjá móta fyrir gömlum ökrum, slóðum og byggingum sem talið er að séu frá um 300 f.Kr.

Forneifafræðingar telja að hauskúpan, sem fannst stök í forarpytti, hafi verið hluti af trúarlegri fórnarathöfn. Hún er nú til rannsóknar í háskólanum. Vísindamennirnir telja fundinn ótrúlegan og velta fyrir sér hvernig staðið geti á því að heilavefurinn hafi varðveist.

 „Varðveisla heilaleyfa þar sem enginn annar mjúkvefur hefur varðveist er mjög sjaldgæfur,“ hefur fréttavefur BBC eftir Dr. Sonia O'Connor sem er einn rannsakenda.  „Þessi heili er alveg sérstaklega spennandi af því að hann hefur varðveist svo vel, þrátt fyrir að vera elsti heili sem vitað er til að hafi fundist í Bretlandi, og með þeim elstu á heimsvísu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert