Lyf til að lengja augnhár

Löng augnhár hafa löngum þótt eftirsóknarverð.
Löng augnhár hafa löngum þótt eftirsóknarverð. Golli

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa leyft sölu á lyfi, sem veldur því að augnhár þykkna, lengjast og dökkna, að því er Berlingske tidende greinir frá. Lyfið inniheldur sama virka efni og lyfið Lumigan sem er við gláku. Um er að ræða augndropa sem lækka þrýsting í augunum en þekkt aukaverkun þeirra er að augnhárin geta orðið þykkri. Nýja lyfinu, Latisse, á þó ekki að dreypa í augun heldur er hugmyndin að smyrja því á augnlokið í kring um augnháraræturnar. Er því lofað að sextán vikum síðar verði augnhárin þykkari, dekkri og lengri. Virka efnið í Lumigan og Latisse er bimatoprost sem vitað er að lengir augnhár þeirra sem notað það. Víða erlendis hefur því í mörg ár verið hægt að kaupa það sem innihaldsefni í förðunarvörum, án þess þó að virkni þeirra hafi verið viðurkennd.

Í Bandaríkjunum mæla yfirvöld með því að kannað verði hvort rétt sé að bjóða lyfið krabbameinssjúklingum, sem hafa misst augnhár vegna lyfjameðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert