Vetrarbrautin sögð stærri en talið var

Vetrarbrautin.
Vetrarbrautin. AP

Niðurstöður sem voru kynntar fjölmennum fundi stjörnufræðinga í vikunni gefa til kynna að Vetrarbrautin, sem er sú stjörnuþoka sem jörðin tilheyrir, sé mun stærri en menn hafa talið.

Talið er að Vetrarbrautin sé álíka stór og Andrómeda, sem er næsta stóra stjörnuþokan við okkar stjörnuþoku. Hún er um 200 þúsund ljósár í þvermál. Hingað til hefur verið talið að Andrómeda hafi verið tvisvar sinnum stærri Vetrarbrautin.

Þá benda vísindamenn á að þokan ferðist 15% hraðar en áður var talið. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Því meiri sem massinn er þá aukast líkurnar á því að Vetrarbrautin rekist á aðrar stjörnuþokur fyrr en menn hafa talið.

Vísindamaðurinn Mark Reid, hjá miðstöð Harvard-Smithsonian í stjarneðlisfræði í Cambridge í Bandaríkjunum, og samstarfsfélagar hans notuðu net útvarpssjónauka (e. Very Long Baseline Array) til að reikna út stærð og hraða Vetrarbrautarinnar.

Reid greindi frá niðurstöðum sínum á 213. fundi Félags bandarískra stjörnufræðinga, sem fór fram í vikunni á Long Beach í Kaliforníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert