Ríkir menn betri í rúminu

Ekkert er vísindunum óviðkomandi. Nú hafa sérfræðingar hjá háskólanum í Newcastle komist að þeirri niðurstöðu, að ánægjan, sem konur hafi af því að sænga hjá karlmönnum aukist í beinu hlutfalli við stærð bankainnistæðu karlsins.

Breska blaðið Sunday Times skýrði frá niðurstöðum rannsóknarinnar um helgina. Þar kom fram því ríkari sem karlinn er, þeim mun fleiri fullnægingar fái bólfélagar hans.

Segir sálfræðingurinn Thomas Pollet, sem gerði rannsóknina ásamt Daniel Nettle, að fullnæging kvenna gæti tengst þróun sem miði að því að flokka karlmenn á grundvelli „gæða". „Ef það er tilfellið þá ættu þær konur, sem eiga hágæðakarlmenn sem maka," að fá fleiri fullnægingar," segir Pollet.

Þeir Pollet og Nettle byggðu rannsókn sína á gögnum, sem safnað var í heilsu- og fjölskyldurannsókn kínverskra yfirvalda nýlega. Þar svöruðu um 5000 einstaklingar ítarlegum spurningum um einkalíf sitt, þar á meðal kynlíf. 1534 konur í sambúð með körlum svöruðu spurningunum og bresku vísindamennirnir komust að því að 121 þeirra fékk stundum fullnægingu við kynmök, 408 fengu oft fullnægingu, 762 stundum og 243 sjaldan eða aldri.

Pollet sagði, að peningar virtist vera einn helsti áhrifaþátturinn þótt ýmislegt fleira kæmi við sögu. „Við komumst að þeirri niðurstöðu, að auknar tekjur höfðu jákvæð áhrif á fjölda fullnæginga, sem konurnar sögðust fáa. Eftirsóknarverðari makar leiða til þess að konur fá fleiri fullnægingar. 

Sunday Times segir, að fyrri rannsóknir í öðrum löndum, svo sem Þýskalandi og Bandaríkjunum, hafi bent til svipaðrar niðurstöðu.

Frétt Sunday Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert