Microsoft ætlar sér stóra hluti í netvafrabaráttunni

Microsoft.
Microsoft. Reuters

Tölvufyrirtækið Microsoft ætlar sér stóra hluti með nýjustu útgáfu Internet Explorer vafrans, eða IE 8, sem er kominn út. Vonir standa til að netnotendur snúi sér í auknum mæli að nýja vafranum, sem fyrirtækið segir að sé hraðvirkari, auðveldari í notkun og öruggari en keppinautarnir.

Neil MacDonald, sérfræðingur hjá Gartner, segir að Microsoft hafi orðið að bregðast við, því fyrirtækið hafi tapað markaðshlutdeild í baráttunni við Firefox, Chrome og Safari.

Við lok seinasta árs mældist markaðshlutdeild Microsoft á þessu sviði vera 68%, en þetta var í fyrsta sinn í átta ár sem markaðshlutdeild Internet Explorer fór niður fyrir 70%.

Á sama tíma braut Mozilla, sem býr til Firefox vafrann, 20% múrinn í fyrsta sinn í sögunni, en 21% netnotenda nota vafrann.

Heimasíða Microsoft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert