Leyndardómurinn bak við engisprettuplágurnar fundinn

Eyðimerkurengisprettur
Eyðimerkurengisprettur

Þær eru fyrst nefndar til sögunnar í Exodus - annarri Mósesbók sem hin áttunda af tíu plágunum í Egyptalandi en það hefur tekið nokkur þúsund ár til viðbótar- og hæfni nútíma vísinda - að finna út úr því hvers vegna eyðimerkurengisprettur mynda skyndilega mökk og fara á flakk.

Engisprettur lifa alla jafnan kyrrlátu einsetulífi. En alltaf öðru hvoru gerist eitthvað sem verður til þess að þær komast á svokallað hóprænustig, hópa sig saman í risastóra sveipi sem verða að gróðureyðandi plágu. Í hverjum sveip geta verið milljarðar engisprettna sem á hverjum degi þurfa þyngd sín af fæðu með ólýsanlegum afleiðingum fyrir gróðurlendi og uppskeru.

Hvað það er sem veldur þessari ótrúlegu umbreytingu hefur verið ráðgáta allt frá biblíutímum - sem er ástæða þess að engisprettuplágurnar hafa oft verið talar til marks um reiði guðs. Að sögn breska blaðsins The Independent hafa vísindamenn fundið tengsl þessa fyrirbæris við taugaboðefnið serótónín, sem finnst í heila margra dýrategunda, þar sem töldum manninum.

Rannsókn á vegum háskólana í Cambridge, Oxford og Sydney hefur fundið merki um sórótónín í taugum þess hluta engisprettunnar sem stjórnar fótum og vængjum og veldur því að á aðeins fáeinum klukkustundum umturnast þessi hægláti einfari í algjört eyðileggingarafl.

Þessu uppgötvun gerir mögulegt að hægt verði að koma í veg fyrir þetta ferli, svokallað hóprænustig, löngu áður en til þess kemur með því fyrirbyggja þessa virkni serótónín í engisprettunum.

Þannig mætti fyrirbyggja þá miklu eyðileggingu á gróðri og uppskeru sem gerist þegar engisprettufaraldur gengur yfir - ógn sem getur haft áhrif á lífsviðurværi og afkomu um tíunda hluta mannkyns. Á heimsvísu eru á annan tug engisprettuafbrigða með þessa hóprænustigstilhneigingu á belti sem myndar um 20% af jarðlendi heimsins allt frá norðverðri Afríku til Kína.

Í nóvember síðastliðnum olli um 5 km breiður engisprettusveipur mikill eyðileggingu á landbúnaðaruppskeru í hlutum Ástralíu og árið 2004 eyðilagðist um helmingur uppskeru í Máritaníu af sömu ástæðu.

Engisprettur í sínu hægláta formi og aftur á hóprænustigi eru svo ólíkar að allt fram til ársins 1921 töldu vísindamenn þetta vera mismunandi tegundir af skordýrinu. Umbreytingin verður venjulega eftir úrkomu að undangengnu miklu þurrkatímabili. Einfararnir neyðast þá til að þjappa sér saman eftir því sem gróðurspildunum fækkar.

Það þetta þvingaða samneyti sem veldur umbreytingunni frá einförum yfir á hóprænustigið, hefur Indepedent eftir einum vísindamanninum í hópnum, Steve Roger frá Cambridge-háskóla, en grein um rannsóknina birtist nýverið í vísindaritinu The Science. Hann segir umbreytingarferlið varnarviðbrögð  sem sé afleiðing örvæntingar og hungurs - sveipmyndunin séu þáttur í ferli að leita nýrra bithaga.

Swidbert Ott, annars vísindamaður í hópnum segir að serótónín hafi veruleg áhrif á atferli og hegðan mannsins og því sé að stórmerkilegt að það skuli vera sama efnið sem valdi því að þetta hægláta dýr alla jafnan verði að þessum eyðandi mekki. Of lítið af serótóníni er t.d. talið tengjast hvatvísi og árásargirni hjá mönnum og ýmsum öðrum dýrategundum og sagt gegna hlutverki í ýmsum mannlegum vandamálum á borð við þunglyndi, kvíða og áráttu- og þráhyggjuröskun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...