Banvænn farsími

Maður lést er farsíminn hans sprakk.
Maður lést er farsíminn hans sprakk. mbl.is/Jim Smart

Kínverskur maður lést samstundis eftir að farsími sem hann var nýbúinn að hlaða sprakk í brjóstvasa hans.

Við sprenginguna rifnaði slagæð í hálsi mannsins sem lá andartaki síðar látinn í blóði sínu.

Samstarfskona mannsins, sem starfaði í verslun í borginni Guangzhou, sagði hann hafa verið nýbúinn að hlaða símann þegar hann sprakk og rannsakar kínverska lögreglan nú hvort um eftirlíkingu hafi verið að ræða, sem ekki hafi uppfyllt öryggiskröfur.

Sprengingin var sú níunda í farsíma í Kína frá árinu 2002 en ekki er vitað hvaða gerðar síminn var.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert