Fjölvítamínataka gagnslaus?

Margir Íslendingar taka reglulega fjölvítamíntöflur.
Margir Íslendingar taka reglulega fjölvítamíntöflur. Júlíus Sigurjónsson

Niðurstöður vandaðra rannsókna á undanförnum árum benda ekki til þess að það lengi lífið eða forði fólki frá sjúkdómum að taka vítamínpillur, segir í International Herald Tribune.  Blaðið nefnir sem dæmi að í liðinni viku hafi verið birtar niðurstöður átta ára rannsóknar Womens's Health Initiative þar sem um 161 þúsund aldraðar konur tóku þátt.

 Talið hafi verið að það gæti minnkað hættuna á hjartasjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameins að taka reglulega fjölvítamíntöflur en niðurstaðan hafi ekki leitt í ljós slík áhrif. Skýrt er frá rannsókninni í ritinu The Archives of Internal Medicine.

 Einnig hafi rannsókn, sem skýrt var frá  í fyrra, á 15.000 læknum úr röðum karla  í heilan áratug ekki sýnt neinn mun á tíðni hjartasjúkdóma hjá þeim sem tóku reglulega E- og C-vítamín og hinum sem tóku ekki vítamínin. Loks hafi rannsókn á 35.000 körlum, sem sagt var frá í október, ekki sýnt fram á að lækka mætti tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli með töku E-vítamíns og selenium.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert