Varar við sjálfsdýrkun

Nemendur í skólarútu í Bretlandi.
Nemendur í skólarútu í Bretlandi. Reuters

Við erum að ala upp kynslóð fólks sem er stöðugt upptekið af sjálfu sér, kynslóð sjálfsdýrkenda, með því að leggja ofuráherslu á að efla sjalfsmat nemenda í skólum, segir skoskur sérfræðingur, dr. Carol Craig.

 Craig segir að nú sé svo komið að nemendum sé oft hrósað of mikið og því hneigist þeir til sjálfselsku. Væntingarnar séu orðnar hóflausar. Kennarar fái í æ meiri mæli kvartanir frá foreldrum vegna þess að barnið þeirra fékk t.d. ekki nógu háa einkunn í réttritunarprófi eða of lélegt hlutverk í skólaleikriti.  Skólarnir verði að endurheimta það hlutverk sitt að mennta börnina en ekki sinna sálfræðiþjónustu. 

 Sagt er frá Craig á fréttavef BBC. Hún stýrir miðstöð til eflingar sjálfstrausti og vellíðan í Skotlandi og sagði á ráðstefnu í Birmingham að ,,miklar tískuhugmyndir" um nauðsyn þess að efla sjálfsmat, sem ættaðar væru frá Bandaríkjunum, hefðu gengið út í öfgar.

Börn sem alin væru upp við þetta hugarfar vendust á að líta svo á að þau ættu alltaf skilið það besta og þau yrðu síðar á ævinni ,,ömurlegir makar í hjónabandi, lélegir foreldrar og vondir starfsmenn".  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...