Mikið rautt kjöt hefur slæm áhrif á heilsu

Ekki er nauðsynlegt að afskrifa rautt kjöt með öllu úr …
Ekki er nauðsynlegt að afskrifa rautt kjöt með öllu úr mataræðinu, en óhófleg neysla hefur slæm áhrif á heilsuna Ómar Óskarsson

Vísindamenn hafa nú sýnt fram á nýjar vísbendingar um að neysla á rauðu kjöti og mikið unnum matvörum hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks. Á 10 ára tímabili ókst hættan á dauðsföllum af heilsufarsástæðum hjá þeim þáttakendum rannsóknarinnar sem borðuðu mikið af kjöti. Þetta kemur fram á vef BBC.

Til samanburðar reyndist mikil neysla á hvítu kjöti sýna fram á örlítið minni hættu á dauðsfalli af heilsufarsástæðum á sama tímabili. Vísindamennirnir, sem starfa hjá Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna, komust að því að þeir sem borðuðu mjög mikið af rauðu kjöti og unnum matvörum juku hættu á dauðsföllum í heildina, en sérstaklega af völdum krabbameins og hjartasjúkdóma, umfram þá sem borðuðu minnst.  Mestu kjötæturnar innibyrðu um 160 grömm af rauðu eða unnu kjöti á hverjum degi, en minnst átu þátttakendur um 25 grömm á dag.

Vísindamennirnir ályktuðu samkvæmt niðurstöðunum að mögulegt væri að fyrirbyggja 11% dauðsfalla karlmanna og 16% dauðsfalla kvenna ef fólk minnkaði kjötát niður í sama magn og þeir sem borðuðu minnst af því í rannsókninni. Krabbameinsvaldandi efni myndast í kjötinu þegar það er matreitt við háan hita að sögn vísindamannanna.

Þeir vilja þó ekki meina að fólk eigi að hætta kjötneyslu alfarið, heldur sé hófleg neysla, um 30 grömm að meðaltali á dag, góð uppspretta nauðsynlegra næringarefna og hafi góð áhrif fremur en slæm.

Rannsóknin var framkvæmd í Bandaríkjunum með yfir 500.000 þátttakendum og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu Archives of International Medicine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert