Skórnir vaxa með börnunum

Þýskir vísindamenn hafa þróað skó, sem „vaxa" með fótum barna. Er markmiðið að koma í veg fyrir að foreldrar kaupi of stóra skó á börn sín, til að hafa borð fyrir báru því börn vaxa hratt. Rannsóknir sína að of stórir skór geta valdið ýmsum vandamálum hjá börnum.

Hópur vísindamanna hjá Potsdamháskóla hefur unnið að verkefninu í tvö ár og m.a. rannsakað gönguhreyfingar barna. Nú hafa vísindamennirnir kynnt skó, sem passa alveg þegar þeir eru keyptir en geta lengst um allt að 2 sentimetra með sama hraða og fætur barnanna stækka.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert