Gott fyrir heilastarfsemina að ganga aftur á bak

Hugsi á göngu
Hugsi á göngu mbl.is/Friðrik

Hugsunin verður skýrari ef gengið er aftur á bak. Þetta er niðurstaða rannsóknar hollenskra vísindamanna.

„Þurfi maður að takast á við alvarlegt eða erfitt verkefni getur það skerpt heilastarfsemina að ganga aftur á bak,“ segir vísindamaðurinn Severine Koch í bandaríska ritinu Psychological Science.

Hún fer fyrir hópi vísindamanna við Radboud háskólann í Nijmegen í Hollandi sem rannsökuðu áhrifin af því að hreyfa sig til eða frá einhverju. Vísindamennirnir komust að því að bæði starfsemi heila og líkama örvast þegar maður hreyfir sig frá því sem maður þarf að einbeita sér að.

Þátttakendur í rannsókninni voru 38 háskólanemar. Þeir áttu að taka eftir og leggja á minnið ýmsar skriflegar upplýsingar sem þeir gengu fram hjá, annaðhvort áfram, aftur á bak eða til hliðar. Best gekk að leysa verkefnin þegar gengið var aftur á bak.

Þegar um auðveld verkefni var að ræða reyndist munurinn lítill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert