Segja Microsoft ekki ganga nógu langt

Norska hugbúnaðarframleiðandinn Opera ASA, sem m.a. framleiðir samnefndan netvafra, segir að yfirlýsing bandaríska hugbúnaðarframleiðandans Microsoft um að ný útgáfa af stýrikerfinu Windows verði seld í Evrópu án netvafrans Internet Explorer, nægi ekki til að opna fyrir samkeppni á netvaframarkaði.

„Ég tel ekki að yfirlýsing Microsoft dugi til að endurreisa samkeppni," sagði Hakon Wium Lie, tæknistjóri Opera, við Reutersfréttastofuna. „Ég held ekki að þeir verði lausir allra mála."

Búist er við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kveði upp úrskurð í máli, sem hófst gegn Microsoft í janúar á þeirri forsendu, að Microsoft misnoti yfirburðastöðu sína á markaði fyrir tölvustýrikerfi með því að láta netvafrann Internet Explorer fylgja með Windows stýrikerfinu. Þannig komi Microsoft í veg fyrir samkeppni frá öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum. 

Microsoft hefur til þessa haldið því fram, að IE væri órjúfanlegur hluti af stýrikerfinu og ekki væri hægt að fjarlægja hann. Í gærkvöldi sagði fyrirtækið hins vegar að Windows 7, sem kemur á markað í október, verði selt án IE í Evrópu. 

Wium Lee sagði, að þessi ákvörðun myndi ekki hafa nein áhrif á yfirburðastöðu Internet Explorer. Nær væri, að láta nokkrar tegundir netvafra fylgja með stýrikerfinu og neytendur gætu þá valið hverja þeir vilja nota.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
Borðstofuborð úr gegnheilli eik til sölu
Gegnheilt ,,Goliath" borðstofuborð úr olíuborinni eik, 100x200 cm og ein 50 cm f...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...