Biðlisti eftir Prius

Hægt er að fá þriðju kynslóð Prius með sólarrafhlöðuþaki.
Hægt er að fá þriðju kynslóð Prius með sólarrafhlöðuþaki.

Nokkurra mánaða biðlisti er eftir tvinnbílnum Toyota Prius í Japan. Um er að ræða þriðju kynslóð Prius en hún er meðal annars útbúin sólarrafhlöðum sem sjá miðstöðinni fyrir raforku.

Japönsk stjórnvöld greiða fyrir sölunni með lægri álögum á sparneytin ökutæki og er unnið á aukavöktum í verksmiðjunni þar sem Prius er framleiddur til að anna eftirspurninni.

Alls bárust 80.000 fyrirframpantanir í nýjustu kynslóð Prius en Toyota hefur sett sér það markmið að selja 400.000 eintök af þriðju kynslóðinni í heiminum í ár.

Talsmenn Toyota vonast til að góð sala á Prius verði til að draga úr tapinu sem ella verði af rekstrinum vegna söluhrunsins eftir kreppuna.

Prius er nú þriðji söluhæsti bíll Toyota á eftir Camry og Corolla.

Toyota boðar markaðssetningu rafbíls árið 2015 en spár fyrirtækisins gera ráð fyrir að tvinnbílar, rafbílar og svokallaðir tengiltvinnbílar muni deila markaðnum á næsta áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert