Hætta á gríðarlegum náttúruhamförum eykst

Flóð og óveður valda mörgum miklum búsifjum.
Flóð og óveður valda mörgum miklum búsifjum.

Verði ekki gripið til aðgerða til að snúa þróun í loftslagsmálum við eykst stöðugt á að gríðarlegar náttúruhamfarir verði sem muni hafa áhrif á milljónir manna í stærstu borgum heims. Þetta sagði einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna í gær.

„Það verða fleiri og stærri náttúruhamfarir vegna loftslagsbreytinga," sagði John Holmes, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ í upphafi fjögurra daga ráðstefnu í Genf þar sem fjallað er um viðbrögð við náttúruhamförum.

Á ráðstefnunni eru yfirvöld í borgum, bæjum og sveitarstjórnum hvött til að auka viðbúnað við náttúruhamförum, sem hægt er að rekja til hlýnunar andrúmsloftsins. Að sögn Rauða krossinn er talið  að rúmlega  242 þúsund manns hafi látið lífið af völdum náttúruhamfara á síðasta ári.

Níu af hverjum tíu mannskæðum náttúruhamförum tengjast veðrakerfum og er tjón af völdum þeirra metið á 200 milljarða dala á síðasta ári, að sögn Holmes. Hann sagði, að margar af stærstu borgum heims, þar sem yfir 10 milljónir manna búa, eru berskjaldaðar gagnvart náttúruhamförum því þær eru á strandsvæðum þar sem flóð geta orðið eða á jarðskjálftasvæðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...