Grindavík á Mars

Gígurinn Grindavik á plánetunni Mars.
Gígurinn Grindavik á plánetunni Mars. NASA

Gígur á plánetunni Mars heitir eftir hinum íslenska bæ Grindavík. Fékk gígurinn nafnið árið 2006 þegar 31 gígur var nefndur af vísindisamtökunum ASGS.

Hróður Grindavíkur hefur greinilega borist víða því 12 km gígur á plánetunni Mars ber nafn bæjarins. Í nóvember 2006 gáfu bandarísku vísindasamtökin ASGS 31 gíg nafn og var Grindavik eitt af þeim.

Nöfn gíganna 31 á mars eru eftirfarandi:

Ada, Alamos, Beruri, Bopolu, Cefalù, Chupadero, Dulovo, Elorza, Grindavik, Hargraves, Hashir, Iazu, Jörn, Kontum, Lismore, Makhambet, Martin, Mazamba, Nakusp, Ohara, Pebas, Runanga, Sefadu, Shardi, Soffen, Taytay, Uzer, Woking, Xainza, Yalgoo, and Zarand. 

Íslensk örnefni er víðar að finna í geimnum.

Á íslenska stjörnufræðivefnum stendur að á Merkúríusi ríki til dæmis sú hefð að gígar séu nefndir eftir látnum listamönnum – tónlistarmönnum, listmálurum og rithöfundum – sem skarað hafa fram úr á sínu sviði og hafa verið listasögulega viðurkenndir sem slíkir í meira en 50 ár.

Á þessari innstu reikistjörnu sólkerfisins eru tveir gígar nefndir eftir íslenskum listamönnum, gígarnir Sveinsdóttir eftir listakonunni Júlíönu Sveinsdóttur og Snorri eftir hinum eina sanna sagnaritara Snorra Sturlusyni.

Þá er að finna á Mars gígana Vík og Reykholt, auk Grindavíkur.

Sjá meiri upplýsingar á Stjörnufræðivefnum.

Fyrir áhugasama eru fleiri upplýsingar að finna hér 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert