Ýmsar hliðstæður við spænsku veikina 1918

Soe Zeya Tun

„Þetta eru dýratilraunir og þær segja ekki alla söguna. Við fylgjumst fyrst og fremst með því sem gerist í mannfólkinu,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um nýjar rannsóknir á mörðum, öpum og músum sem benda til þess að H1N1-veiran, sem veldur svínaflensu, ráðist á öndunarfæri með ákveðnari hætti en venjuleg árstíðabundin inflúensa.

BBC greindi í gær frá rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Wisconsin og birt var í fræðiritinu Nature. Niðurstöður hennar benda til þess að veiran fjölgi sér meira og víðar um öndunarkerfið en hefðbundin flensa og sé líklegri en ella til að valda lungnabólgu. Sömuleiðis gæti svínaflensan hegðað sér svipað og spænska veikin sem 1918 olli miklu manntjóni og lagðist einmitt þungt á öndunarfæri. Rannsóknarteymið leggur þó áherslu á að í langflestum tilfellum séu einkenni svínaflensunnar væg og hún sé enn móttækileg fyrir lyfjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert