Yfir 25% Bandaríkjamanna þjást af offitu

Sífellt stækkandi mittismál Bandaríkjamanna hefur tæplega tvöfaldað lyfja- og lækniskostnað vegna sjúkdóma sem eru fylgifiskar offitu. Er talið að ekki sé ólíklegt að árlegur lækniskostnaður muni brátt ná 147 milljörðum  Bandaríkjadala vegna sjúkdóma tengdum offitu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur birt.

Um fjórðungur bandarísku þjóðarinnar er of feitur en árið 1998 þjáðust 18,3% Bandaríkjamanna af offitu. 9,1% af öllum lækniskostnaði í Bandaríkjunum má rekja til offitusjúkdóma. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert