Vill bann við sms undir stýri

Það getur verið stórhættulegt að senda sms-skilaboð undir stýri.
Það getur verið stórhættulegt að senda sms-skilaboð undir stýri. Þorkell Þorkelsson

Þeir sem senda sms-skilaboð  undir stýri margfalda líkurnar á því að þeir valdi banaslysi í umferðinni. Samkvæmt nýrri rannsókn í Bandaríkjunum eru þeir 23 sinnum líklegri til að valda banaslysi en ökumenn sem einbeita sér að akstrinum.

Rannsóknin var gerð hjá tæknistofnuninni VTTI í Virginíuríki, en hún  sérhæfir sig í rannsóknum sem miða að auknu samgönguöryggi. Fréttavefur danska ríkisútvarpsins hefur eftir Jesper Sølund, formanni umferðaröryggisráðs Danmerkur, að rannsóknin sé mjög áhugaverð og sýni að banna beri ökumönnum með lögum að senda sms-skilaboð undir stýri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert