Afmæli gemsans

Gamlir og nýir farsíma.
Gamlir og nýir farsíma. mbl.is/Jakob

Gemsinn fagnar fimmtán ára afmæli sínu á Íslandi á sunnudag en Póstur og sími opnuðu GSM-farsímanet sitt hinn 16. ágúst 1994.

Sumir af þessum fyrstu gemsum þóttu býsna nettir og segir meðal annars í grein í Morgunblaðinu hinn 23. júní 1994 að um sé að ræða vasasíma sem jafnvel sé hægt að fara með til útlanda, þeir nettustu vegi einungis nokkur hundruð grömm og því auðvelt að hafa þá í vasa eða veski. Vafalaust þætti fólki þessir símar þó vera býsna fyrirferðarmiklir í dag.

Aðalsöluaðili gemsanna var Póstur og sími en þó var snemma hægt að kaupa þá annars staðar líka. Meðal annars sameinuðust þrír innflytjendur farsíma, Hátækni, Nýherji og Radiomiðun um að stofna Íslensk fjarskipti hf. til að annast innkaup á farsímum. Bauð fyrirtækið gemsa á verðbilinu 49-119.000 krónur. Þá var um tíma hægt að kaupa gemsa í Bónus, þann ódýrasta á 41.000 kr. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert