Höfin hafa aldrei verið heitari

Höf jarðar hafa aldrei verið heitari en í sumar.
Höf jarðar hafa aldrei verið heitari en í sumar. mbl.is/RAX

Opinber bandarísk stofnun, sem skráir veðurupplýsingar, segir að meðalhiti hafanna í júlí hafi verið 17°C. Er það mesti sjávarhiti, sem mælst hefur frá því byrjað var að safna þessum upplýsingum saman árið 1880. Gamla metið var sett 1998.

Veðurfræðingar segja, að þetta megi rekja bæði til El Nino veðurfyrirbærisins og hlýnandi loftslags vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Afleiðingarnar gætu m.a. orðið þær að fellibyljir verði öflugri.

AP fréttastofan hefur eftir Andrew Weaver, hjá Victoria háskóla í Bresku Kólumbíu, að þetta sé enn ein vísbendingin um þær breytingar, sem séu að verða á loftslaginu. Þá séu hitasveiflar í sjónum alvarlegri en aðrar slíkar sveiflur vegna þess að hafið sé lengi að hitna og lengi að kólna á ný. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert