Hættulegt að vera með mjó læri

mbl.is/Ásdís

Mælist læri undir 60 cm er hættan á að deyja snemma af völdum hjarta- og æðasjúkdóma meiri heldur en ef lærið er feitara. Þetta er niðurstaða rannsóknar danskra vísindamanna.

Vísindamennirnir, Berit Heitmann og Peder Frederiksen, hafa skoðað gögn um mælingar á lærum 1.436 karla og 1.380 kvenna sem gerðar voru í lok níunda áratugar síðustu aldar.

Næstu 12 árin létust yfir 400 þeirra sem þátt tóku í rannsókninni og 540 aðrir fengu hjarta- og æðasjúkdóma eða einhvers konar aðra hjartakvilla.

Þegar aðrir áhættuþættir, eins og reykingar og ofþyngd, eru undanskildir kom í ljós að þeir sem enn voru á lífi voru með talsvert feitari læri heldur en þeir sem létust eða voru veikir.

Sé læri mjórra en 46 cm er hættan á að deyja of snemma tvöfalt meiri, að því er greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Nú kr. 8.910,- Nú kr. 8.910,- Lau...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...