Eyðir 1,38 lítrum á hundraðið

Hugmyndabíllinn er rennilegur.
Hugmyndabíllinn er rennilegur.

Volkswagen bílasmiðjurnar hafa vakið mikla athygli á bílasýningunni í Frankfurt með tvinnbílnum L1 en nafnið vísar til þess að hann eyðir aðeins um 1,38 lítrum á hverja hundrað ekna kílómetra að meðaltali. Koldíoxíðslosun er aðeins um 39 grömm en gott þykir ef nýir smábílar komast undir 100 grömmin.

Hugmyndabíllinn er tveggja sæta eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt og hentar því vel til aksturs innanbæjar.

Bíllinn er búinn lítilli 39 hestafla díselvél ásamt því að geta gripið til rafmótors sem er ígildi 14 hestafla.

Þrátt fyrir lítið afl veldur létt yfirbyggingin úr koltrefjum því að aflið nýtist vel, einkar vel. Hámarkshraði er um 170 km á klukkustund og tekur það bílinn um 14,3 sekúndur að ná 100 km hraða.

Bíllinn var fyrst kynntur í upprunalegri mynd árið 2002 og eru Volkswagen verksmiðjurnar sagðar íhuga alvarlega að hefja framleiðslu á honum 2013. 

L1 frá öðru sjónarhorni.
L1 frá öðru sjónarhorni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert