Vatn fannst á tunglinu

Fundurinn þykir gefa góð fyrirheit um möguleika geimfara að búa …
Fundurinn þykir gefa góð fyrirheit um möguleika geimfara að búa á tunglinu. Reuters

Það hefur komið vísindamönnum á óvart hversu mikið vatn er að finna í jarðvegi á tunglinu. Þrjú geimför, m.a. indverska könnunarfarið Chandrayaan, hafa sýnt fram á að örþunn vatnsfilma þeki agnirnar sem mynda jarðveginn á tunglinu.

Fram kemur á fréttavef BBC að um mjög lítið magn sé að ræða. Upplýsingarnar geti hins vegar reynst gagnlegar fyrir geimfara, sem vilji búa á tunglinu.

„Ef þú ert með einn kúbikmetra af tungljarðvegi þá gætirðu kreist hann og fengið einn lítra af vatni,“ segir bandaríski vísindamaðurinn Larry Taylor.

Hingað til gátu vísindamennirnir ekki útilokað að vatnið, sem mældist í jarðvegssýnunum sem var safnað saman í Apollo-geimferðunum, hafi komist í jarðveginn eftir komuna til jarðar.

Nú hefur Chandrayaan-1 könnunarfarið, sem er fyrsta geimfarið sem Indverjar senda á sporbaug um tunglið, staðfest að vatn sé að finna á tunglinu.

Tveir gervihnettir til viðbótar, Deep Impact hnöttur Bandaríkjanna, og evrópski Cassini hnötturinn, stutt niðurstöður Chandrayaan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert