Fiskum fækkar í Yangzte

Kínsversk spaðastyrja.
Kínsversk spaðastyrja.

Óttast er að kínversk spaðastyrja, einn stærsti ferskvatnsfiskur í heimi, sé að verða útdauður. Sex ár eru síðan slíkur fiskur sást síðast lifandi í Yangzte fljótinu í Kína og þótt hugsanlegt sé að enn séu til slíkir fiskar í ánni er framtíð þessarar fiskitegundar svört. 

Sérstök höfrungategund, sem lengi fannst í Yangzte fljótinu var lýst útdauð fyrir nokkrum árum. 

Spaðastyrjan í Yangzte getur orðið allt að 7 metra löng. Talið er að fiskurinn hafist hluta ársins við í sjónum en syndi síðan upp í ána til að hrygna en afar lítið er vitað um lifnaðarhætti fisksins.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...