Suðurskautið bráðnar hraðar en áður var talið

Fjallið Jutulsessen á Suðurheimskautinu.
Fjallið Jutulsessen á Suðurheimskautinu. STAFF

Bráðnun Suðurheimskautsins gæti valdið því að sjávarmál hækki um fimm metra en vísindamenn hafa áhyggjur af því  að hækkandi lofthiti hraði bráðnuninni. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var Nature Geoscience í dag.

Rannsóknir sem fóru meðal annars fram í gegnum gervihnött hafa sýnt að íshella á austur Suðurskautsvæðinu sem áður var talið að væri ósnortið af hlýnuninni, hefur bráðnað  um 57 milljarða tonna af ís og gæti haft áhrif á hækkun sjávarmáls.

Sama rannsókn sýnir að vesturhluti íshellunnar bráðni einnig ört eða um 132 milljarða tonna að meðaltali árlega.  Þar til nú hefur verið talið að íshella austurhluta Suðurskautsins héldi jafnvægi, það er bætti við sig jafnmiklum ís og bráðnaði, eða jafnvel ívið meiri.

Árið 2007 taldi nefnd sérfræðinga í loftslagsmálum á vegum Sameinuðu Þjóðanna (IPCC) að búast mætti við að sjávarmál hækkaði um 18-59 sentimetra fyrir árið 2100, en þá var bráðnun íss við Grænland og Suðurskautið ekki tekin með í reikninginn.

Margir sérfræðinganna í nefndinni benda í dag á að jafnvel þó takist að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, sé líklegt að sjávarmál hækki um einn metra, sem er þá nóg til að gera nokkrar smáeyjar óbyggilegar og hafa eyðileggja frjósöm ósasvæði sem eru heimili hundruða milljóna manna.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn í næsta mánuði en þar er ætlunin að taka á málum sem snúa að gróðurhúsalofttegundum og hjálpa fátækari þjóðum að eiga við afleiðingar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert