Ræða um að útiloka Google

Svo getur farið að fréttir News fjölmiðlasamstæðunnar verði ekki lengur …
Svo getur farið að fréttir News fjölmiðlasamstæðunnar verði ekki lengur í boði í gegnum Google leitarvélina Reuters

Microsoft er í viðræðum við fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdoch, News Corp., um að fjarlægja fréttir af fréttavefjum News af vef Google. Myndi Microsoft greiða News fyrir það samkvæmt heimildum fjölmiðla í gær og í dag. Eru viðræðurnar á byrjunarstigi en upphafsmaður þeirra er Murdoch, samkvæmt Washington Post.

Er þetta enn einn liðurinn í stríði leitarvéla um aðgang að vefsíðum og býr til þrýsting á Google að greiða fyrir efni á vefsvæði sínu, samkvæmt frétt Financial Times í dag.

Þetta snýst allt um að Microsoft eyðileggi fyrir Google og dragi hagnaði félagasins, segir heimildamaður FT.

Murdoch hefur haldið því fram að Google sé að stela frá fyriræki hans með því að bjóða upp á aðgang að vefum News á síðu sinni. Murdoch hefur þegar greint frá því að hann ætli að láta greiða fyrir fréttir á fréttavefjum sínu. Á sama tíma hefur Google sagt að fréttir sem fengnar eru í gegnum leitarvélar þeirra séu án endurgjalds.
Microsoft er að reyna að ná markaðshlutdeild frá Google með nýju leitarvél sinni, Bing, þannig að fyrirtækið sér ýmsa mögulega með samstarfi við fjölmiðlaveldi Murdoch.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert