Svefnleysi veldur þunglyndi

Góður svefn er mikilvægur fyrir heilsuna.
Góður svefn er mikilvægur fyrir heilsuna.

Rannsókn, sem gerð var á vegum læknadeildar Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum bendir til þess, að unglingum, sem fá ekki nægan svefn, sé hættara við að fá þunglyndi en þeir sem sofa vel og lengi. 

„Niðurstöður okkar samræmast þeirri kenningu, að skortur á svefni sé áhættuþáttur í þinglyndi og stuðli ásamt öðrum áhættuþáttum í flóknu samspili að þessari geðröskun," sagði James Gangwisch, sem stýrði rannsókninni í grein sem birtist í tímaritinu Sleep í gær. 

„Nægur og góður svefn getur því verið fyrirbyggjandi aðgerð gegn þunglyndi og einnig meðhöndlun," bætti hann við.  

Í rannsókninni var fylgst með svefnvenjum 15.659 menntaskóla- og háskólanemum. Niðurstaðan var sú, að þeim sem jafnan fóru að sofa eftir miðnætti var 24% hættara við að fá þunglyndi en þeir sem fóru að sofa fyrir 10 á kvöldin. 

Þá er 20% meiri hætta á að nátthrafnarnir þurfi að fást við sjálfsmorðshugsanir. 

Bandaríska svefnrannsóknastofnunin mælir með því, að unglingar sofi að minnsta kosti 9 stundir á nóttu. Þeir sem fóru að sofa fyrir klukkan 22 sváfu að jafnaði 8 stundir og 10 mínútur en þeir sem sofnuðu eftir miðnætti fengu mun minni svefn.

Unglingar sem sváfu 5 stundir eða minna voru 71% líklegri en aðrir til að fá þunglyndi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...