Játa á sig ýkjur um bráðnun jökla

Formaður Vísindanefndar SÞ, Rajendra Pachauri.
Formaður Vísindanefndar SÞ, Rajendra Pachauri. Reuters

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, sætir nú harðri gagnrýni vegna skýrslu sem hún birti 2007 en þar er sagt „mjög líklegt“ að allir jöklar í Himalajafjöllum verði horfnir árið 2035 og jafnvel fyrr vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Engar rannsóknir munu vera að baki fullyrðingunni, aðeins byggt á viðtali við vísindamann á sviði jöklafræði, Dr. Syed Hasnain, í ritinu New Scientist árið 1999.

Að sögn The New York Times segir Hasnain auk þess að rangt hafi verið haft eftir honum í viðtalinu. Hann hefur síðar sagt að rannsóknir hans bendi til þess að einvörðungu litlir jöklar gætu horfið algerlega. Umhverfisráðherra Indlands, Jairam Ramesh, segir staðhæfinguna vera markleysu.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert