Nýtt getnaðarvarnarlyf fyrir karla hugsanlegt

Sáðfrumur á sundi.
Sáðfrumur á sundi. mbl.is

Ný tækni sem hjálpar karlmönnum að stjórna hvort og þá hvenær sáðfrumur þeirra byrja að synda eftir sáðlát gæti leitt til byltingar á sviði getnaðar og getnaðarvarna. Hugsanlegt er að fyrsta getnaðarvarnarlyfið fyrir karlmenn verði þróað.

Sáðfrumur byrja ekki að synda strax eftir sáðlát, en til þess að eiga möguleika á því að frjóvga egg verða þær að bíða með skrykkjóttar hreyfingarnar þar til þær komast í færi við það. Vísindamenn hafa lengi vitað að innra pH gildi sáðfruma, eða sýrustig, stjórna virkni þeirra, en hingað til hefur ekki tekist að hafa stjórn á því .

Nú hafa vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Francisco hinsvegar komist að því að örsmáar hrufur á yfirborði sáðfrumanna hjálpa þeim að breyta innra pH gildi sem gerir það að verkum að fruman byrjar að hreyfa halann.  Frá þessu er sagt á vef BBC.

Með hliðsjón af þessari uppgötvun telja þeir hugsanlegt að framleiða lyf sem geti náð stjórn yfir sundi sáðfrumanna. Þannig mætti bæði virkja sáðfrumur í körlum sem átt hafa erfitt með frjóvgun og eins mætti jafnvel þróa getnaðarvarnarlyf fyrir karlmenn, líkt og p-pillan fyrir konur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert