Loftslagsskýrsla afturkölluð

Maldíveyja fara í kaf hækki yfirborð sjávar verulega.
Maldíveyja fara í kaf hækki yfirborð sjávar verulega. Einar Falur Ingólfsson

Rannsókn á mögulegri hækkun yfirborðs heimshafanna vegna hnattrænnar hlýnunar, sem birt var í tímaritinu Nature Geoscience í fyrra, hefur verið dregin til baka, að sögn fréttavefjar The Guardian. Samkvæmt rannsókninni átti yfirborð sjávar að hækka um 82 sm til loka þessarar aldar.

Samkvæmt niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar átti yfirborð sjávar að hækka um 82 sentimetra til ársins 2100. Margir vísindamenn bentu á villur í greininni, m.a. reiknivillur, eftir að greinin birtist. Það átti sinn þátt í að greinin var dregin til baka. 

Í rannsókninni var tekið undir niðurstöður skýrslu frá IPCC loftslagsnefndinni. Stuðst var við gögn um þróun mála undanfarin 22 þúsund ár og þau notuð til að spá því að yfirborð sjávar myndi rísa um allt frá 7 og 82 sentimetra til aldarloka. 

Nature Publishing Group, sem gefur út Nature Geoscience, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem grein sem birst hefur í tímaritinu sé afturkölluð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert