Stór loftsteinn olli víst aldauða risaeðlanna

Alþjóðleg nefnd sérfræðinga hefur fallist á þá kenningu að risaeðlurnar hafi dáið út vegna áreksturs stórs loftsteins eða halastjörnu við jörðina fyrir um 65 milljónum ára.

Nefndin er skipuð 41 sérfræðingi og komst að þessari niðurstöðu eftir viðamestu rannsóknina til þessa á orsökum þess að rúmur helmingur allra tegunda á jörðinni varð aldauða á þessum tíma, meðal annars risaeðlurnar, flugeðlur og stór sjávarskriðdýr.

Nokkrir vísindamenn höfðu dregið loftsteinskenninguna í efa og meðal annars hafði komið fram sú kenning að rekja mætti aldauða dýranna til mikilla eldgosa á Indlandi og stóraukins koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Alþjóðlega nefndin vísaði þessum efasemdum á bug og komst að þeirri niðurstöðu að dýrategundirnar hefðu dáið út vegna áreksturs stórs loftsteins sem varð til þess að Chicxulub-gígurinn í Mexíkó myndaðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert