Ofurbeinar munu gerbreyta netinu

Cisco CRS-3.
Cisco CRS-3.

Bandaríska tæknifyrirtækið Cisco Systems kynnti í dag nýja kynslóð svonefndra beina, eða rátera eins og þeir eru stundum nefndir, og segir að þeir muni gerbreyta netinu með því að stórauka  gagnaflutningshraða.

Nýju beinarnir eru ætlaðir fyrir netveitur og munu því auka hraða á netinu almennt. Fyrirtækið segir, að afkastageta nýju beinanna sé þreföld á við þá núverandi beina og geri kleift að hlaða niður öllum skjölum á skjalasafni Bandaríkjaþings á einni sekúndu.

Þá muni nýja kerfið einnig gera öllum Kínverjum kleift að hringja myndsímtöl í einu og það taki um 4 mínútur að sækja bíómyndir á netið.  

Cisco segir að nýja kerfið, Cisco CRS-3, sé 12 sinnum hraðvirkara en kerfi keppinautanna og muni gerbreyta breiðbandstengingum og skemmtanaiðnaði með því að gera fyrirtækjum kleift að bjóða neitendum nýja og mun fjölbreyttari þjónustu. Þá gefi það efnisveitum ný tækifæri til að afla tekna og auki möguleika á samskiptum á vinnustöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert