Bein 51 hálshöggvins víkings

Vefur BBC þar sem fjallað er um víkingana.
Vefur BBC þar sem fjallað er um víkingana.

51 beinagrind hefur fundist í grafreit í Dorset á Englandi. Fornleifafræðingar segja að um sé að ræða norræna víkinga, sem allir hafi verið hálshöggnir á tímabilinu einhverntímann á árunum frá 910 til 1030.

Beinagrindurnar fundist í Ridgeway Hill, nálægt Weymouth, í júní. Þær voru allar af karlmönnum. Fornleifafræðingar í Oxford segja nú að rannsóknir á tönnum sýni, að  mennirnir hafi alist upp í kaldara loftslagi en er á Bretlandi og líklega hafi Engilsaxar hálshöggvið þá  fyrir framan áhorfendur á ofanverðri 10. öld eða öndverðri 11. öld. Á þeim tíma höfðu árásir norrænna víkinga á England færst í vöxt og á endanum náðu Danor völdum þar.  

Fram kemur á fréttavef BBC, að fjöldagröfin sé ein sú stærsta sem fundist hafi í Bretlandi þar sem útlendingar eru grafnir. Rannsóknir vísindamanna bendi til þess, að mennirnir hafi búið í Skandínavíu, jafnvel norðan við heimskautsbaug. Ísótópar í tönnum benda til þess, að þeir hafi borðað próteinríkan mat, sambærilegt og fundist hefur í Svíþjóð.

BBC hefur eftir fornleifafræðingum, að mennirnir hafi verið flettir klæðum annað hvort áður en þeir voru drepnir eða áður en þeir voru grafnir en engar leifar af fötum fundust í gröfinni. Flestir voru mennirnir ungir, eða um tvítugt en nokkrir voru yfir þrítugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert