Skimun fyrir blöðruhálskrabba sætir gagnrýni

Blóðskimunin hefur ekki skilið á milli krabbameinsfruma sem fjölga sér …
Blóðskimunin hefur ekki skilið á milli krabbameinsfruma sem fjölga sér hratt og þeirra sem fjölga sér hægt. Reuters

Algengasta aðferðin sem beitt er við skimun fyrir blöðruhálskrabba sætir nú vaxandi gagnrýni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Er leitartækninni, sem nefnd er PSA, lýst sem rándýrum heilbrigðishamförum.

Dagblaðið The New York Times, hefur eftir Richard Ablin, við háskólann í Arizona, að leitartæknin sem hann þróaði sjálfur fyrir fjórum áratugum síðan, sé of dýr og ekki nógu árangursrík.

Bandaríska krabbameinsfélagið, sem ekki hefur mælt með að skimað sé eftir blöðruhálskrabba frá því á tíunda áratug síðustu aldar, hefur hvatt lækna til að ræða við sjúklinga sína um áhættuna og takmarkanir skimunarinnar. 

Krabbamein í blöðruhálskirtli  er annað algengasta krabbameinið sem karlar greinast með og látast um 254.000 karlar vegna blöðruhálskrabba árlega. Algengast er lungnakrabbamein.

Tvær stórar rannsóknir, sem annars vegar voru framkvæmdar í Evrópu og hins vegar í Bandaríkjunum, voru birtar í fagtímaritinu New England Journal of Medicine á síðasta ári. Báðar rannsóknirnar sýndu að ekki var hægt treysta á blóðskimun til að bjarga mannslífum.

PSA skilur ekki á milli þeirra krabbameinsfruma sem dreifa sér hratt og hinna sem dreifa sér hægar og eru fyrir vikið ólíklegri til að verða sjúklinginum aldurtila, að sögn bandaríska krabbameinsfélagsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert