Fékk nýtt andlit

Nýtt andlit hefur verið grætt á ungan spænskan bónda, sem fékk haglaskot í andlitið fyrir fimm árum. Aðgerðin var gerð á Vall d'Hebron háskólasjúkrahúsinu í Barcelona 20. mars og er sú fyrsta þar sem heilt andlit er grætt á sjúkling. Í fyrri andlitsaðgerðum, sem gerðar hafa verið, hefur hluti andlits verið græddur á sjúklinga. 

Fram kemur á vef Sky fréttastofunnar, að aðgerðin stóð yfir í 24 stundir og tóku 30 læknar þátt í henni.

Bóndinn gat ekki andað, kyngt og talað hjálparlaust eftir slysið. Gerðar höfðu verið 9 aðgerðir á honum án árangurs og því var eina úrræðið að græða á hann nýtt andlit. Græddir voru nýir andlitsvöðvar, húð, nef, varir, tennur, gómur og kinnbein í manninn. 

Isabelle Dinoire, fyrsta konan sem gekkst undir andlitságræðslu.
Isabelle Dinoire, fyrsta konan sem gekkst undir andlitságræðslu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...