Apple tekur „risastökk“með nýjum iPhone

Apple afhjúpaði í dag endurnýjaða útgáfu af hinum gríðarvinsæla iPhone farsíma. Steve Jobs segir að nýja útgáfan sé „stærsta stökk" sem fyrirtækið hefur tekið síðan upprunalegi iPhone síminn var settur á markað. Þessi fjórða útgáfa iPhone er 24% þynnri en síðasta útgáfa á undan. Skjárinn er sagður betri en áður og í honum er myndavél sem getur tekið myndbönd.

Aðdáendur Apple bíða þess eflaust spenntir að síminn komi í almenna sölu. Gagnrýnendur segja hinsvegar að vinsældir símans verði líklega fyrir áhrifum frá því hversu stranga stjórn Apple vill hafa yfir því hvað notendur geta og geta ekki gert við tækjabúnaðinn.   

Í símanum eru rúmlega 100 tækninýjungar, þ.á.m. myndbandsupptökuvél sem snýr fram og er hugsuð til þess að notandinn geti setið fjarfundi með lifandi mynd í gegnum símann. Þá verður myndavélin betri, batteríið um 40% öflugra og töluvert hærri upplausn á skjánum, sú besta sem þekkst hefur á farsímum að sögn Jobs.

Síminn mun kosta á bilinu 199 til 299 Bandaríkjadali og fer til að byrja með aðeins á markað í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Japan þann 24. júní.

Nýi iPhone síminn
Nýi iPhone síminn Reuters
Steve Jobs kynnir fjórðu útgáfu iPhone símans í San Francisco ...
Steve Jobs kynnir fjórðu útgáfu iPhone símans í San Francisco í dag. Getty Images
iMovie í nýja iPhone símanum sem kynntur var í dag
iMovie í nýja iPhone símanum sem kynntur var í dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...