Reikniskekkja í iPhone 4

Sala á iPhone 4 hófst í síðustu viku.
Sala á iPhone 4 hófst í síðustu viku. Reuters

Forsvarsmenn Apple segjast vera steini lostnir yfir því að reikniformúla í iPhone 4, sem reiknar út styrk loftnets símans, skuli ekki vera rétt. Fyrirtækið hefur lofað því að gefa út ókeypis hugbúnaðarviðbót til að leysa málið. Nú þegar hafa mál verið höfðuð gegn fyrirtækinu vegna gallans.

Apple hefur sent eigendum nýjasta iPhone símans bréf þar sem fram kemur að vegna rangrar reikniformúlu þá gefi síminn til kynna að sambandið sé mun meira en það sé í raun og veru. Á sumum stöðum sýni síminn fjórar eða fimm stikur á stöðum þar sem sambandið er í raun lélegt.

Þá segir fyrirtækið að notendur geti skilað símtækjunum innan 30 daga og fengið þau endurgreidd.

Apple neitar því að sjálft loftnet símans, sem er í sjálfri umgjörðinni, sé gallað. En margir notendur og sérfræðingar hafa haldið því fram.

Sumir hafa kvartað undan því að með því að halda utan um neðri hluta símans, nánar tiltekið um vinstra hornið, þá missi síminn sambandið. 

iPhone 4 var settur í sölu í síðustu viku og hefur selst í bílförmum.


mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...