Íslenskir karlmenn ekki lengur langlífastir

Íslenskir karlmenn verða ekki lengur allra karla elstir, samkvæmt nýjum tölum, sem japönsk stjórnvöld hafa birt. Karlar í Katar hafa nú náð þessum sessi og drengir, sem þar fæðast nú, geta að meðaltali átt von á að lifa í 81 ár. Næstir koma karlar í Hong Kong, sem geta átt von á að lifa í 79,8 ár og íslenskir og svissneskir  karlar mega eiga von á að lifa í 79,7 ár.

Japanskar konur gefa ekkert eftir á þessum lista en þær hafa setið þar í efsta sæti undanfarin 25. ár. Japanskar nýfæddar stúlkur geta nú átt von á að lifa í 86,44 ár, konur í Hong Kong í 86,1 ár og franskar konur í 84,5 ár. Íslenskar konur geta að jafnaði reiknað með að lifa í 83,3 ár, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í vor.   

Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðalævilengd.

Lífslíkur íslenskra kvenna voru lengi hæstar í heiminum en þær hafa látið undan síga á þessari öld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert