Greinast síðar með HIV og deyja fyrr

Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur telja fæstir líklegt …
Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur telja fæstir líklegt að þeir fái HIV. RUPAK DE CHOWDHURI

Þeir sem eru eldri greinast seinna með HIV en þeir sem yngri eru og mun líklegra er að þeir deyi úr alnæmi en ungir sjúklingar.

Bresk rannsókn á HIV-sjúklingum leiðir þetta í ljós. Fólk sem er komið yfir fimmtugt og er með HIV er almennt greint seinna en þeir sem yngri eru. Fólk í þessum aldurshópi er líka tvisvar sinnum líklegra að deyja innan árs en yngri sjúklingar, jafnvel þó að þeir ungu séu greindir seint.

Dr. Valerie Delpech, sem vann að rannsókninni, segir að fólk sem komið er yfir miðjan aldur fari síður í HIV-próf vegna þess að það telji sig ekki vera í áhættuhóp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert