„Dislike“ hnappurinn er svindl

Reuters

Svindlarar herja nú á Facebook notendur með því að bjóða þeim möguleika á að setja „Dislike“ hnapp á síðuna sína, til að vinir þeirra geti sýnt hvenær þeim líkar ekki það efni sem viðkomandi setur inn á síðuna sína.

Með því að samþykkja að setja upp hnappinn opnast aðgangur fyrir svindlarana að síðu notandans og geta þeir þá dælt inn á hana spam-skilaboðum.

Þá er notandanum einnig boðið að taka þátt í könnun í leiðinni, sem svindlararnir fá svo borgað fyrir.

Á Facebook-síðum er fyrir „Like“ hnappur sem fólk getur smellt á til að sýna ef þeim líkar stöðuuppfærsla, skilaboð eða annað efni sem eigandi síðunnar setur inn.

Svindlið felst í því að notendum er boðið að hala niður „the official DISLIKE button“ og samþykki notandinn að opna fyrir aðgang að síðunni sinni til setja upp viðbótina er hann búinn að veita greiðan aðgang fyrir spam-skilaboð inn á síðuna sína.

Talsmaður Facebook sagði í samtali við fréttavef BBC að fyrirtækið fylgdi mjög skjótvirku vinnuferli þegar slíkar fals-viðbætur og -hlekkir færu af stað og væri slíkt tekið niður eins fljótt og hægt væri.

„Við hvetjum fólk til að smella aldrei á hlekki sem líta grunsamlega út, jafnvel þótt það líti út eins og vinir þeirra hafi sett þá inn á síðuna þeirra.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert