Ekki draga um of úr hávaðamengun

Toyota Prius.
Toyota Prius.

Í næstu viku setur Toyota bílaframleiðandinn á markað búnað fyrir tvinnbílinn Prius, sem lætur hann „hljóma“ eins og venjulegan bíl, til að koma til móts við gangandi vegfarendur sem vilja heyra í bílunum nálgast.

Framleiðandinn hefur hannað sérstakan hátalarabúnað sem komið er fyrir undir vélarhlífinni og gefur frá sér lágt vélarhljóð á borð við það sem heyrist frá hefðbundnum fólksbifreiðum sem ganga fyrir bensíni.

Ástæðan er sú að gangandi vegfarendur hafa kvartað mikið yfir því að nánast ekkert heyrist í tvinnbílum þegar þeir gangi fyrir rafmótornum og því verði þeir bílanna ekki eins varir við gangbrautir.

Búnaðurinn, sem kostar um 150 bandaríkjadali, verður valkostur fyrir kaupendur Prius og verður komið haganlega fyrir undir vélarhlífinni óski þeir þess að bíllinn gefi frá sér álíka mikinn hávaða og hefðbundinn bíll.

Fyrst í stað verður búnaðurinn til sölu í Japan frá með næsta mánudegi en Toyota hefur í hyggju að bjóða hann einnig til sölu í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert