Gígar á Mars líkir gígum á Íslandi

Gervigígar á Mars.
Gervigígar á Mars. mynd/nasa.gov

Nýjar myndir, sem borist hafa til jarðar frá könnunarfari á braut umhverfis Mars, sýna risastóra gervigíga, ekki ósvipaða og þekkjast á Íslandi. Eru þetta einu tveir staðirnir sem vitað er um að gígar af þessu tagi hafi myndast. 

Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnssósa jarðveg og við það myndast mikill gufuþrýstingur sem að lokum brýst upp í gegnum hraunið. Dæmi um slíka gíga hér á landi eru Rauðhólar.

Gígarnir á myndinni, sem Mars Reconnaissance Orbiter sendi til jarðar, eru gríðarlega stórir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert